Kolgrímu ræktun 2006-2017
   
  • Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hundarnir
  • Hvolpar
  • Myndir
Picture
Kolgrímu ræktun stefnir að því að rækta heilbrigða, skapgóða,fallega og vinnuglaða þýska fjárhunda og að sjálfsögðu yndislega heimilishunda og félaga.


Ævintýrið hófst fyrir alvöru þegar ég lagði leið mína til Noregs að skoða hann Rambo 
minn ( Ch Rambo av Thorarinn ) Hann var einmitt það sem ég leitaði að í Þýskum fjárhundi.
Hann kom til landsins snemma árs 2006. Á október sýningu HRFI 2006 áttum við Rambo, með fyrrum eiganda sínum, Rune Gunndersen, frábær tími þegar hann bætti við sig titlinum Íslenskur meistari, en fyrir átti hann titilinn Norskur meistari,hann gerði enn betur og sigraði tegundarhóp 1 með glæsibrag.


Það stóð ekkert annað til, en að finna okkur fallega tík, sem mundi standast okkar kröfur, heilbrigð og skapgóð. 
Hún Xe ( Ebafarmens X-wife ) kom í okkar hendur sama ár, 2006, yndislega blíð og alltaf eins og hugur manns. Hef ég mínar bestu þakkir að senda til vina minna í Noregi.

Fyrsta gotið okkar kom í heiminn 19 mars 2007, en í því goti fengum við eina tík og tvo rakka. 
Við erum afskaplega heppin með eigendur og stolt af öllum okkar hvolpum og er það ósk hvers ræktanda að finna svona traust heimili .

INTCH ISCh OB1 Kolgrímu Blaze Hólm fæddist í  29 desember 2007 og kemur hún úr 7 hvolpa goti sem saman stendur af fallegum og geðgóðum hundum. Með henni  hef ég náð góðum árangri í vinnu og til að mynda erum við með hæst skoraða stig í Hlýðni Brons sem og fyrsti hundur íslands til að verða sporameistari. Sigurganga mín og Blaze liggur ekki bara í vinnu en okkur er búin að ganga vel saman á ræktunar sýningum. Blaze hefur akkurat þann vinnueiginleika sem ég vill sjá í Schafer..

RW-13 RW- 14 INTCH ISCH Walincha´s Yasko kom til okkar árið 2010. Yasko hefur frábæra og eftirsótta ættartölu og er hann án efa góð viðbót í okkar ræktun. Yasko og ég höfum líka lagt ómetanlega vinnu í hlýðni og spor, skemmt okkur vel á sýningum sem og hefur hann verið mér eins og hinir sannur vinur. Yasko er sigursælasti ræktunarhundur í Schafer mörg ár í röð ávallt með heiðursverðlaun á afkvæmi.


Picture
BIS INTCH ISCH SUCH Kolgrímu Dee Hólm "Dee" með verðlaunin sín sem hún fékk í Svíþjóð á My dog 2014 þar sem hún varð besta tík og fékk inngönguboð á Crufts ( sem er stæðsta hundasýning í heimi )

Kolgrímu ræktun hefur átt fjölda ræktunarhópa og afkvæmahópa með heiðursverðlaun
Kolgrímu ræktun er stigahæsta Schafer ræktun Ísland 2012 og 2013

Ég legg  metnað minn í að því að rækta heilbrigða, skapgóða,fallega og vinnuglaða þýska fjárhunda, en fyrst og fremst frábæra fjölskylduhunda og vini.

Í gegnum tíðina höfum við fengið ómælda hjálp frá góðu fólki, ræktanda , fjölskyldu og vinum. Enn og aftur fengum við nákvæmlega það sem við vildum. Góða , heilbrigða og vinnuglaða schafer hunda.

Hundarnir eru okkar áhugamál og lífstíll og fer allur okkar frítími að hugsa um þá og er sá tími okkur mikið gleðiefni.

Picture
WEB: Alexandra Eyþórsdóttir
Proudly powered by Weebly