23.04.2014
7 Gullfallegir hvolpar hafa fæðst hjá okkur
5 tíkur og 2 rakkar.
Kolgrímu Diva og ISCH Kolgrímu For Your Eyes Only.
Tilbúnir til afhendingar 18 júni.
09.06.14- Skapgerðarmat HRFI
Skapgerðarmat HRFÍ verður haldið í Sólheimakoti, laugardaginn 14. júní. Síðasti skráningardagur í matið er þriðjudagurinn 10. júní. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255.
Stjórn Schäferdeildarinnar
29.6.13- Von er á hvolpum fyrstu vikuna í ágúst !
Stoltir foreldrar eru: Kolgrimu Brilliant Hólm og ISCH C.I.B SchH3 BH AD kkl1 Bethomins Ajax.
Þarna kemur saman frábært geðslag, heilbrigði, góðar línur, vinnueiginleikar og glæsilegir sýningar árangar, en pabbi hvolpanna er hinn margrómaði influtti og sigursælasti Schafer á Íslandi árið 2012.
Áhugasamir geta sett sig í samband, eingöngu toppfólk með mikinn áhuga á tegundinni kemur til greina.
26.05.13-Sýning –HRFI Reyjavik Winner 2013.
Það má heldur betur segja að sumarsýning HRFI , sem var fyrsta Reykjavík Winner sýning félagsins hafi gengið vonum framar.
RW-13 Kolgrímu Dee Hólm varð BESTA tík tegundar , Reykjavík Winner 2013, BESTI hundur tegundar , BEST í tegundarhóp 1 sem og BESTI HUNDR SÝNINGAR !
CIB ISCH RW-13 Welincha´s Yasko varð BESTI rakki tegundar , Reykjavík Winner 2013, Verðugur meistari og Besti hundur tegundar 2.
Kolgrímu XoXo Gossip Girl BESTA tik 4 sæti og Meistaraefni.
Kolgrímu Gypsy WomanHólm BESTI hvolpur tegundar og Heiðursverðlaun.
Kolgrímu ræktun átti líka BESTA par tegundar , sem endaði sem BESTA par sýningar 3 sæti.
CIB ISCH RW-13 Welincha´s Yasko Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og BESTI afkvæmahópur sýningar 2 sæti ( laugardagur )
Frábær árangur hjá okkur og minning sem aldrei gleymist !
01.12.12- Heiðrun Schafer deildar.
Kolgrímu ræktun var heiðruð fyrir eftirfarandi , árið 2012 :
Stigahæðsti Schafer ræktandi ársins
Stigahæðst í Hlýðni 1
Önnur stigahæðst í spori 2
Stigahæðst í hlýðni Brons
Stigahæðst í spori 1
17.11.12- Sýning- HRFI
INTCH ISCH Welincha´s Yasko Meistaraefni , verðugur meistari, BESTI rakki tegundar, CACIB, varð Alþjóðlegur Meistari í dag , BESTI hundur tegundar og 3 BESTUR í tegundarhóp 1. ( BOB, CACIB and 3 best in group )
Kolgrímu Dee Hólm Meistaraefni , Meistarastig, BESTA tik tegundar , CACIB og BESTI hundur tegundar 2. ( BOS, CC and CACIB )
Kolgrímu For Your Eyes Only Hólm annar 2 BESTI rakki tegundar, Meistaraefni og Meistarastig .
Kolgrímu First Choice Hólm 1 einkunn
Kolgrímu Fligh High Hólm 1 einkunn
ISCH OB1Kolgrímu Blaze Hólm Verðugur Meistari og 4 BESTA tík
Kolgrímu Forever Fabulous Hólm 1 einkunn
Kolgrímu Dive Hólm 1 einkunn
Kolgrímu XoXO Gossip Girl Hólm 1 einkunn
Kolgrímu ræktun varð BESTI ræktunarhópur í Schafer og endaði sem 3 BESTI ræktunarhópur sýningar ( laugardagur ) Með þessum frábæra árangri Kolgrímu ræktunar urðum við í 6 sæti sem stigahæðsti ræktanda á árinu 2012 ! ( allar tegundir )
Frábært að enda árið á svona viðurkenningu , sendi mínar bestu þakkir til allra hvolpa eiganda minna sem hafa staðið sig svo vel , mæt með hundana ykkar flotta, hreina og vel þjálfaða á sýningar og má sanni segja að mikilvægast er af öllu fólkið á bak við hundana , takk !
INTCH ISCH Welincha´s Yasko var sýndur með afkvæmum og ENN og AFTUR varð hann bestur með afkvæmi sín í Schafer, sem og gerði enn betur í úrslitum og varð ENN og AFTUR með BESTA afkvæmahóp sýningar ( laugardagur , allar tegundir )
Borðlyggandi að Yasko okkar hefur ekki bara gefið okkur æðisleg afkvæmi heldur glæsileg líka !
Kolgrímu ræktun ræktaði aðra Stigahæðstu tík ársins 2012 sem og annan Stigahæðsta rakka ársins 2012, á eftir tvemur innfluttum hundum .
Frábært ár að baki og verður gaman að takast á við nýtt og spenandi sýningar ár !
20.11.12- Ný yfirstaðin sýning þar sem árangur Kolgrímuræktunar var frábær, nánari fréttir koma seinna.
01.11.12- Allir hvolparnir eru farnir á ný heimili og við óskum nýju eigendunum til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
14.10.12- Fullt af nýjum myndum í aðsendar myndir, hundarnir okkar og undir hvolpar þar sem hvolparmyndir eru frá nýjasta gotinu
22.09.12- Kolgrímu Dee Hólm lauk Sporaprófi 1og lenti í öðru sæti. Ég er auðvitað stoltur ræktandi , eigandi og leiðbeinandi .
Skapgerðamat – Kolgrímu Dee Hólm, Kolgrímu Dive Hólm og Kolgrímu Diamond Hólm luku skapgerðamati án athugasemda .
02.09.2012- 6 fallegir hvolpar fæddir, 3 tíkur og 3 rakkar. Öllum heilsast vel, stórir og flottir.
25.08.2012- sýning-HRFI.
Kolgrímu For Your Eyes Only Hólm 1 einkunn, BESTI rakki tegundar, Meistaraefni , Meistarastig ( of ungur til að fá CACIB ) og 2 BESTI hundur tegundar !! ( BOS, CK , CC ) eðeins 12 mánaða gamall !!
Kolgrímu XoXO Gossip Girl Hólm 1 einkunn , Meistaraefni , Meistarastig og 2 BESTA tík tegundar !! XOXO var eingöngu 15 mánaða á þessari sýningu , of ung fyrir V-CACIB.
Frábær árangur hjá þessum tvemmur ungu Kolgrímu hundum !!
Kolgrímu Forever Fabulous Hólm 1 einkunn, Meistaraefni og 4 BESTA tík tegundar.
Kolgrímu Dee Hólm 1 einkunn og Meistaraefni.
Kolgrímu Dive Hólm 1 einkunn og Meistaraefni.
Kolgrímu First Choice Hólm 1 einkunn.
ENN og AFTUR varð Kolgrímu ræktun með BESTA ræktunarhóp og BESTA afkvæmahóp í Schafer !!
Í úrslitum sýningar varð ISCH Welincha´s Yasko með afkvæmi, BESTI afkvæmahópur sýningar ( laugardagur , allar tegundir )
Kolgrímu ræktunarhópurinn endaði sem annar BESTI ræktunarhópur sýningar ( laugardagur , allar tegundir )
Takk enn og aftur þið sem hafið tök á því að mæta með fallegu hundana ykkar , met það mikils !!
31.07.2012- Kolgríma Dive Hólm HD og AD FREE (A/A)
03.06.2012- sýning-HRFI.
ISCH OB1Kolgrímu Blaze Hólm BESTA tík tegndar , meistaraefni, meistarastig og varð ÍSLENSKUR MEISTARI í dag !! ( BOS, CC, CK and Icelandic Champion today )
Kolgrímu Dee Hólm 1 einkunn , meistaraefni og 2 BESTA tík tegundar !
Kolgrímu XoXO Gossip Girl Hólm 1 einkunn , meistaraefni og 4 BESTA tík tegundar !
Kolgrímu Dive Hólm 1 einkunn, meistaraefni og 5 BESTA tík.
Kolgrímu For Your Eyes Only Hólm 1 einkunn , meistaraefni og 3 BESTI rakki ( 10 mánaða rakki á eftir tvemur meistararökkum um besta rakka tegundar )
ISCH Welincha´s Yasko Meistaraefni , verðugur meistari og 4 BESTI rakkinn.
Eftir frábæran sýningardag, sem endaði með því að Kolgrímu ræktun landaði BESTA afkvæmahóp í Schafer sem fór alla leið í BESTA afkvæmahóp sýningar (ISCH Welincha´s Yasko með afkvæmum ) gerðum við ENN betur og urðum BESTI ræktunarhópur í Schafer og enn og aftur alla leið í BESTA RÆKTUNARHÓP sýningar !!
Takk fyrir hjálpina þið frábæra fólk sem stóðuð ykkur eins og hetjur og sýnduð ykkar besta hliðar með flottustu hundana , án ykkar hefði þetta ekki verið hægt !
Að lokum má ekki gleyma að segja frá því að Kolgrímu Dee Hólm og ISCH Welincha´s Yasko varð BESTA par tegundar í Schafer ,sem fór eins og restin af frábærum degi alla leið í 2. Sætið BESTA par sýningar !!
Frábær helgi , frábærir hundar , eigendur og sýnendur !!
Takk!!
26.02.2012- sýning-HRFI.
ISCH Welincha´s Yasko Meistaraefni , verðugur meistari og 2 BESTI rakkinn.
Kolgrímu Double O Seven 1 einkunn og meistaraefni
Kolgrímu XoXO Gossip Girl Hólm 1 einkunn
Kolgrímu Dee Hólm 1 einkunn
Kolgrímu Dive Hólm 1 einkunn
Kolgrímu Elexa Hólm 1 einkunn
Kolgrímu Excellent Hólm very good
Kolgrímu Diesel Hólm very good
Kolgríma Blake Hólm 1 einkunn
Kolgrímu Blaze Hólm 1 einkunn , meistaraefni og 2 besta í vinnuhundaflokki
Hvolpaflokkur 6-9 mánaða :
Kolgrímu Fligh High Hólm BESTI rakki , heiðursverðlaun og 2 BESTI hvolpur tegundar
Kolgrímu For Your Eyes Only Hólm 2 besti rakki
Kolgrímu First Choice Hólm 3 besti rakki
Kolgrímu Forever Fabulous Hólm 2 besta tík og heiðursverðlaun
Kolgrímu Fancy Forever Hólm 3 besta tík
ISCH Welincha´s Yasko sýndur með afkvæmum :
BESTI afkvæmahópurinn , Heiðursverðlaun og BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR ( sunnudagur )
21.12.2011- Yaskó og Blaze
Hundar heiðraðir á vegum schafer deildar 2011
Yaskó var heiðraður sem stigahæsti hundur í hlýðni bronz 160.5, einnig er hann sigursælasti hundur 2011 á sýninginum (í Scafer).
Blaze heiðruð í Schaferdeildinni sem stigahæsti schafer í hlýðni 1. 195,5 stig
20.12.2011- Hundar heiðraðir á schafer deildar 2011
Glæsilegur hópur hér á ferð afkvæmi Rambó sem hafa náð góðum árangri í hlýðni og spori. Við erum ákaflega stolt af hundunum og óskum eigendum innilega til hamingju með árangurinn.
23.11.2011- Heiðrun Vinnuhundadeildar HRFI 2011.
Kolgrímu Blaze Hólm( Blaze) var heiðruð hjá VHD sem Stigahæðsti hundur í Hlýðni 1 !!
Kolgrímu Bond Hólm ( Erró ) varð annar hæðstur í spori 2 yfir árið 2011 !!
INTCH ISCH NUCH Rambo av Thorarinn , faðir Blaze og Erró er líka stoltur faðir af hundunum sem vermdu 1 sætið í Spori 2 og 1 -2 sætið í spori 1.
Óskum eigendum þeirra að sjálfsögðu til hamingju með hundana sína , ekki langt að sækja vinnugleðina til Rambo.
20.11-2011-Sýning- HRFI.
Kolgrímu Blake Hólm ( Ronja ) Excellent , Meistaraefni , BESTA tík tegundar, Meistarastig, CACIB og BESTI hundur tegundar 2 sæti. ( CC, CK, CACIB and BOS)
ISCH Welincha´s Yasko- Excellent , Meistaraefni , V-CACIB og BESTI rakki 2 sæti.
Kolgrímu Blaze Hólm ( Blaze) Excellent , Meistaraefni og 4 besta tík.
Kolgrímu Disel Hólm ( Dísel) Excellent , Meistaraefni og 5 besta tík.
Kolgrímu Double O Seven ( Bronko ) Excellent.
Kolgrímu Diva Hólm ( Diva ) Excellent.
Kolgrímu Excellent Hólm ( Hekla) Excellent.
Kolgrímu Dee Hólm ( Dee ) Very Good.
Kolgrímu Echo Hólm ( Echo ) Very Good.
Kolgrímu Blade Hólm ( Fowler ) Very Good.
Kolgrímu Energy Hólm ( Aska ) Very Good.
Kolgrímu Elexa Hólm ( Miss-E) Very Good.
Kolgrímu XoXo Gossip Girl ( Emla ) BESTA tík , BESTI hvolpur tegundar 1 sæti, Heiðursverðlaun og BESTI hvolpur sýningar 2 sæti ( 6-9 mánaða Sunnudagur )
Enn og aftur !! ISCH Welincha´s Yasko sýndur með afkvæmum : Heiðursverðlaun á afkvæmahóp, BESTI afkvæmahópur í Schafer sem og gerði gott betur og varð AFTUR BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR (sunnudagur)
Kolgrímu ræktun var líka með ræktunarhóp sem saman stóð af 5glæsilegum hundum ! Kolgrímu ræktun varð BESTI ræktunarhópur í Schafer með heiðursverðlaun og endaði sem BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR, í mjög svo harðri samkeppni !!( sunnudagur )
Takk enn og aftur stelpur mínar fyrir vel unnin stöf , hundarnir mínir eru í góðum höndum hjá ykkur !! Ekkli slæmt að hafa Elínu Rós ,sem er stigahæðsti ungi sýnandinn hjá HRFI árið 2011 í sínu liði.
Til hamingju Ingibjörg Þórisdóttir með fallegu tíkina þína hana Ronju ! (Kolgrímu Blake Hólm )
12.11.11- Kolgrímu Blaze Hólm ( Blaze ) lauk Hlýðni 1 prófi með glæsilegum árangri.
Heildarmat 195,5 stig af 200. Með þessu skoraði Blaze hæðsta skor sem tekið hefur verið í Hlýðni 1 prófi ! Gerir mig fátt stoltari , sem eigandi , ræktanda og þjálfara.
14.10.2011-Allir hvolpar eru farnir til nýrra eigenda við óskum þeim innilega til hamingju með nýjast fjölskyldumeðliminn.
28.09.2011-Eigum til hvolpa undan Felice og Xen tilbúna til afhendinga, örmerktir og bólusettir.
17.09.2011-Blaze stóð sig ekkert smá vel í hlýðni 1 í dag. MJÖG stolt af henni !
Skoða tennur :9.5
Liggja hóp 2 m:9,5
Hælg í taumi:9,5
Hælg án taums:9
Liggja úr kyrrstöðu:9,5
Innkall:9,5
Standa á göngu:9
Hoppa yfir hindrun:10
Heildarmat:9
Samtals :187 Stig
28.08-2011-Sýning- HRFI.
Welincha´s Yasko- Excellent , Meistaraefni ,BESTI rakki í vinnuhunda flokki , BESTI rakki tegundar, Meistarastig, CACIB, BESTI hundur tegundar , varð Íslenskur Meistari í dag , BESTUR í tegundarhóp og BESTI HUNDUR SÝNINGAR 2 !! ( CC, CK ,CACIB B.O.B, BIG, BIS 2 )
Kolgrímu Kolgrímu Blake Hólm ( Ronja ) – Excellent
Kolgrímu Disel Hólm ( Dísel) Very Good
Kolgrímu Energy Hólm ( Aska) Very Good
Kolgrímu Double O Seven ( Bronko ) Very Good
Ebefarmen´s X-wife ( XE ) - Very Good.
Kolgrímu Bliss Hólm ( Aþena)- Very Good
Kolgrímu Elexa Hólm ( Miss-E )- Very Good
Kolgrímu Diva Hólm ( Diva )- Very Good
Welincha´s Yasko sýndur með afkvæmum, heiðursverðlaun á afkvæmahóp, BESTI afkvæmahópur í Schafer sem og gerði gott betur og varð BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR (sunnudagur)
Til gamans má geta átti Yasko besta hvolp sýningar 6-9 mánaða (sunnudagur).
Bestu þakkir til stuðningsliðsins míns, sérstaklega vil ég nefna Elín Rós, Guðrún og Elísabet.
05.08.2011- Nú er komið nýtt got, 8 yndislegir og fallegir hvolpar fæddust í nótt, 5 rakkar og 3 tíkur. set inn myndir og nýjar fréttir bráðlega
30.07.2011- Sérdeildarsýning Schäfer laugardaginn 16. júlí 2011. Dómari Fredrik Steen frá Svíðjóð.BESTI hundur sýningar 1. Sætið Welincha´s Yasko og BESTI hundur sýningar 2. sætið Kolgrímu Blaze Hólm !!!Kolgrímu ræktun var líka með BESTA afkvæmahóp, BESTA Ræktunarhóp, BESTA Par, BESTA Ungliða ( rakka og tík ) og BESTA hund tegundar 1 og 2 sætið.BEST in show and BEST male Welincha´s Yasko and BEST in show 2 and BEST female Kolgrímu Blaze Hólm !!!Kolgrímu kennel was also the BEST in breeding group, Yasko was BEST in group with offsprings, BEST junior ( male and female ) and BOS and BOB to Yasko and Blaze ( CK, CC)16.07.2011- Sýning á vegum schafer deildar HRFI þar sem Kolgrímuræktun náði frábærum árangri, sendi nánari upplýsingar síðar.
04.06.2011- Sýning- HRFI.
Hér verður bara talið upp góður árangur á sýningunni, eins og venja er ;)
Welincha´s Yasko- Excellent , Meistaraefni ,BESTI rakki í vinnuhunda flokki , BESTI rakki tegundar, Meistarastig og BESTI hundur tegundar 2 !! ( CC, CK , B.O.B )
Kolgrímu Blaze Hólm ( Blaze) Excellent , Meistaraefni, BESTA tík í vinnuhundaflokki og 4 besta tík.
Kolgrímu Disel Hólm ( Dísel) Excellent.
Kolgrímu Energy Hólm ( Aska) Excellent. og Meistaraefni.
Kolgrímu Double O Seven ( Bronko ) Very Good.
Afkvæma hópur :
Dísel , Aska og Bronkó voru sýnd með pabba sínum honum Yasko í afkvæmahóp og urðu þau BESTI afkvæmahópur í Schafer. Þau gerðu að vísu enn betur og enduðu saman sem 3 BESTI afkvæmahópur dagsins ( allar tegundir ) Frábær árangur hjá þeim , en afkvæmin hans Yasko komu öll upp úr Unghundaflokki ( þau eru 10-11 mánaða )
Genin hans Yasko komu líka sterk inn í hvolpaflokki . Í flokki 4-6 mánaða hvolpar átti Yasko líka afkvæmi í tvemur efstu sætunum , bæði í tíkum og rökkum. Tíkin litla undan Yasko okkar gerði gott betur og varð BESTI hvolpur sýningar !! ( laugardagur , allar tegundir ) Óskum við ræktendum og eigendum þeirra innilega til hamingju !
Með þessu úrslitum má segja að Yasko hafi gefið mér gott framhald til áframhaldandi ræktunar , framúrskarandi stjörnur hér á ferð :D
Ræktunarhópur:
Kolgrímu ræktun –Heiðursverðlaun og 2 BESTI ræktunarhópur tegundar.
Takk fyrir frábæra helgi , án ykkar sem hjálpuðu mér væri þetta ekki hægt !
13.05.2011- Föstudagurinn þrettándi !!
Þennan örlagaríka dag gaut XE okkar 6 hvolpum. XE varð mjög veik í goti og endaði í 3 aðgerðum sama daginn, á tímabili héldum við að við þyrftum að kveðja hana, en það munaði ekki miklu að hún yfirgæfi okkur .XE er sterkur hundur og náði hún sér að fullu, dýralæknar voru gapandi hissa á góðum og fljótum bata hjá henni. Ein falleg tík lifði ! Sú stutta er sannkölluð Hetja, eins og mamma sín og hefur fengið þá nafnbót hér.
Við tökum vel á móti Kolgrímu XoXo Gossip Girl Hólm.
30-04-2011- Kolgrímu Blade Hólm (Fowler) lauk skapgerðarmati sem hann stóðst með prýði.
24.04.2011- Ég var á meiriháttar hlýðni námskeiði hjá Tune sem var haldið fyrir vestan. Blaze og Yaskó stóðu sig frábærlega vel :-)
12.03.2011- Hvolpar-Planað got hjá Kolgrímu ræktun !
Kolgrímu ræktun kynnir með stolti planað got vorið 2011.
Stoltir foreldrar eru : MULTCH Xen av Quantos ( XEN ) og Ebefarmen´s X-Wife ( XE )
Báðir foreldrar eru HD og AD FREE , Innflutt frá Noregi.
Áhugasamir geta sett sig í samband við Sirrý .
27.02.2011- Sýning- HRFI.
Hvolpar 6-9 mánaða :
Kolgrímu Diamond Hólm ( Kraki ) BESTI rakkinn með Heiðursverðlaun og BESTI hvolpur tegundar .
Kolgrímu Da Vinci Hólm ( Igor ) 2 BESTI rakki.
Kolgrímu Double O Seven ( Bronko) 3 BESTI rakki.
Kolgrímu Excellent Hólm ( Hekla ) BESTA tík með Heiðursverðlaun og 2 BESTI hvolpur tegundar.
Kolgrímu Diva Hólm ( Diva ) 2 besta tík með Heiðursverðlaun.
Kolgrímu Elexa Hólm ( Miss-E ) 3 BESTA tík.
Kolgrímu Energy Hólm 4 BESTA tík.
Welincha´s Yasko- Excellent . 2 BESTI rakki í opnum flokki.
Kolgrímu Blaze Hólm ( Blaze)- Excellent og Meistaraefni. BESTA tík í vinnuhundaflokki.
Ebefarmen´s X-wife- Excellent. 3 BESTA tík opnum flokki.
Kolgrímu Blake Hólm ( Ronja ) – Excellent.
Kolgrímu Bliss Hólm ( Aþena) – Excellent.
Kolgrímu Brilliant Hólm ( Felice ) – Very Good.
Afkvæma hópur :
Ebefarmen´s X-Wife sýnd með afkvæmum- Heiðursverðlaun og 2 BESTI afkvæma hópur tegundar.
Ræktunarhópur:
Kolgrímu ræktun –Heiðursverðlaun og 2 BESTI ræktunarhópur tegundar.
Langar að þakka öllum mínum hvolpa eigendum fyrir að mæta með hundana sína , þjálfa þá og sýna, stóðuð ykkur svakalega vel og gerðuð mig mjög stolta ! Upprunandi stjörnur hér á ferð , eins og sést á hvolpa úrslitunum !
Enn og aftur langar mig að senda bestu þakkir til þeirra sem studdu við bakið á mér og gáfu mér ómetanlega aðstoð fyrir og á sýningunni.
Hlakka til framtíðarinnar með þennan flotta hóp okkar , af mönnum og hundum J
21.12.2010- Kolgrímu ræktun kynnir með stolti :
SchH3 AD BH MH INTCH DKCH SUCH NUCH NORD UCH NOW-09 DKW-09 KOBHW-09, 10 NORSKW-07 NORSKW-09 DANSKW-09
Xen av Quantos „ XEN“. HD og AD- FREE.
Xen er kominn til Íslands og er í eigu Gísla V Gunnarsonar , hann er einnig eigandi Kolgrímu Blade Hólm ( Fowler ) Óskum Gísla til hamingju með hann! Xen verður notaður í ræktun hjá Kolgrímu og verður hann án efa frábær viðbót við ræktunina mína. Xen er með frábæra skapgerð og margfaldur meistari , verður svo sannarlega gaman að fylgast með þessum frábæra hundi á Íslandi.
14.12.2010-Nýjar myndir komnar inn á ýmsum stöðum.
14.12.2010-Hér er verið að heiðra Kolgrímu Alpha Hólm (Grímu) af Schafer deildinni fyrir frábæran árangur, A prófi í snjóflóðaleit. Gríma er á útkallslista björgunarsveitanna sem björgunarhundur í víðavangsleit og snjóflóðaleit. Við erum afar stolt af Grímu og Emil. Þess má einnig geta að Gríma var 3 besta tík tegundar á síðustu sýningu HRFI
06.12.2010-Hróður Blaze fer víða mynd sem tekin var á sýningu HRFI í nóvember birtist í Ensku blaði "Dogworld in UK".
27.11.2010-Nýjar myndir komnar inn.
21.11.2010-Sýning-HRFI.
Kolgrímu Blaze Hólm Excellent, Meistaraefni, Meistarastig , CACIB, BESTI hundur tegundar og 4 BESTI hundur í tegundarhóp !!
Kolgrímu Diva Hólm, heiðursverðlaun, BESTI hvolpur og 3 BESTI hvolpur sýningar !!
Kolgrímu Alpha Hólm ( Gríma ) Excellent . Meistaraefni og 3 besta tík tegundar !!
Ebafarmen´s. X-wife (XE) Excellent.
Kolgrima Brilliant Hólm (Felice) Very Good.
Kolgrímu Catch The Sun (Sunny) Very Good.
Welincha´s Yasko Very Good.
INTCH ISCH NUCH Rambo av Thorarinn Very Good.
INTCH ISCH NUCH Rambo av Thorarinn og Kolgrímu Blaze Hólm, BESTA par í Schafer og enduðu sem 2 BESTA par sýningar !!
INTCH ISCH NUCH Rambo av Thorarinn var sýndur með afkvæmum og fékk heiðursverðlaun og varð BESTI afkvæmahópur í Schafer .Hann gerði enn betur og varð flotti afkvæmahópurinn minn 2 BESTI afkvæmahópur dagsins ( allar tegundir ) sunnudagur !!
Kolgrímu ræktun varð BESTI ræktunarhópur í Schafer með heiðursverðlaun . En og aftur hlupum við þenann dag inn á rauðadregilinn og í þetta sinn valinn BESTA ræktunarhóp dagsins !! ( allar tegundir ) sunnudagur.
Þessi dagur og dagarnir á undan munu mér seint gleymast !!
Litli hvolpurinn okkar hún Diva steig sín fyrstu skref í hringnum , 4 mánaða og fór alla leið í úrslit um besta hvolp sýningar , í harðri samkeppni góðra hunda ! Mikið verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni , en þarna er stjarna á ferð .
Sá sem stóð sig best var Blaze mín en hún hljóp út og inn í hringinn, í næstum klukku tíma í úrslitum , með góðum vini mínum honum Rune Gunndersen sem sýndi hana snilldarlega fyrir mig .
Vinnan sem allir hafa lagt í hundana sína er ómetanleg og mun alltaf skila sér þúsundfalt!
Ég get ekki annað en verið stolt af hundunum mínum og ræktuninni minni , enda má segja að hún sé lítil og ný og er elsti hundurinn frá mér eingöngu 3 ára, því leyfi ég mér það að brosa allan hringinn :-)
Kolgrímu ræktun fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmahóp og ræktunarhóp ! Kolgrímu ræktun með afkvæmahóp þar sem Rambo var sýndur með afkvæmi sín varð besti afkvæmahópur í Schafer og endaði sem 2 besti afkvæmahópur dagsins.
Vill senda vinum mínum frá Noregi mína bestu þakkir fyrir frábæra helgi , stuðninginn og góðu ráðin með hundana mína og tímann sem við áttum saman .................þangað til næst :-)
Message to my frinds in Norway:
I want to send a great thanks to my friends from Norway for a wonderful weekend, support and all the good advises regarding the dogs. Good friends are priceless, we need to do this in the near future (Show in February). Again thank you very much for everything.
Íslensku vinum mínum sendi ég ástarþakkir fyrir ómetanlega hjálp og stuðning.
29.11.2010-Í dag lauk Yaskó sporaprófi á vegum HRFI dómari var Albert Steingrímsson
18.10.2010-Það eru komnar nýjar myndir frá E goti teknar hjá Ljósmyndastofu Rutar.
17.10.2010-Nýjar myndir í aðsendar myndir af Kraka, Miss E og Trýnu
11.10.2010-Nú eru allir hvolparnir úr D goti farnir í skólann hjá Þórhildi Bjartmarz hjá Hundalíf og gengur frábærlega vel.
05.10.2010-Nú hafa nýju eigendurnir nefnt hvolpana sína
Kolgrímu Edward Hólm heitir Skuggi
Kolgrímu ET Hólm heitir Neró
Kolgrímu Ecko Hólm heldur sínu nafni Ecko
Kolgrímu Energy Hólm heitir Aska
Kolgrímu Evita Hólm heitir Trína
Kolgrímu Elexa Hólm heitir Miss E
Kolgrímu Excellent Hólm heitir Hekla
Kolgrímu Emmy Hólm heitir Kolla
30.09.2010-Nú eru allir hvolpar úr E-gotinu okkar komnir á sín framtíðarheimili og óskum nýjum Kolgrímu eigendum innilega til hamingju með nýjast fjölskyldumeðliminn.
07.09.2010-Búið er að nefna alla hvolpana úr E-gotinu okkar
Kolgrímu Edward Hólm
Kolgrímu ET Hólm
Kolgrímu Ecko Hólm
Kolgrímu Energy Hólm
Kolgrímu Evita Hólm
Kolgrímu Elexa Hólm
Kolgrímu Excellent Hólm
Kolgrímu Emmy Hólm
A.T.H- Vegna breyttra aðstæðna eigum við eina tík eftir úr E-gotinu okkar , allar upplýsingar um hana gefur Sirry.
29.08.2010-Sýning-HRFI.
Kolgrímu Blade Hólm (Fowler) Excellent.
Welincha´s Yasko Excellent.
INTCH ISCH NUCH Rambo av Thorarinn Verðugur Meistari og 3 besti rakkinn.
Kolgrímu Blaze Hólm (Blaze) Excellent og Meitaraefni.
Kolgrímu Blake Hólm (Ronja) Excellent og Meistaraefni.
Kolgrímu ræktun fékk heiðursverðlun fyrir afkvæmahóp og ræktunarhóp ! Kolgrímu ræktun með afkvæmahóp þar sem Rambo var sýndur með afkvæmi sín varð besti afkvæmahópur í Schafer og endaði sem 2 besti afkvæmahópur dagsins.
28.08.2010- Allir hvolparnir úr D-gotinu okkar fóru á ný heimili. Óskum nýjum Kolgrímu hvolpakaupendum til hamingju með flottu hvolpana ykkar. Nýjar myndir af hvolpunum sem teknar voru hjá Rut ljósmyndara eru komnar inn á síðuna .
16-18.08.2010- Farið var í ótrúlega skemmtilega og lærdómsríka ferð með Vesturförum, með Þórhildi Bjartmaz í broddi fylkingar. Þakka skemmtilega daga.
05.08.2010-E gotið hjá okkur er fætt. Önnur kynslóð Kolgrímu hvolpa, 8 fallegir hvolpar, 5 tíkur og 3 rakkar. Móður og hvolpum. heilsast vel
13.07.2010-Búið er að nefna alla hvolpana
Kolgríma Déjávu Hólm
Kolgríma Diva Hólm
Kolgríma Dee Hólm
Kolgríma Diesel Hólm
Kolgríma Da Vinci Hólm
Kolgríma Diamond Hólm
Kolgríma Double-0-Seven Hólm
það gengur mjög vel með hvolpana, allir hafa tvöfaldað fæðingarþyngd sína og bíða eftir að komast á framtíðarheimili sín.
12.07.2010-Það búið að para Felice (Kolgrímu Brilliant Hólm) og Yasko, von er á hvolpum í byrjun ágúst
06.07.2010-Nýjar myndir undir tenglinum Hvolpar, kíkið á. Fleiri myndir væntanlegar.
05.07.2010-Hvolpar fæddust hjá okkur á laugardaginn, 4 tíkur og 3 rakkar, móður og hvolpum heilsast vel. Von er á myndum fljótlega undir tenglinum Hvolpar
01.07.2010-Felice er kominn með sína síðu undir hundarnir okkar, kíkið á myndirnar
06.06.2010-Sýning HRFÍ –
Kolgrímu Blaze Hólm (Blaze) Excellent og meistaraefni
Kolgrima Brilliant Hólm (Felice) Very good.
Welincha´s Yasko Very good.
Þökkum stuðninginn og veitta aðstoð.
26.05.2010- það er búið að para X-Wife og Yasko, von er á hvolpum í byrjun júlí
12.05.2010- Kolgrima Blaze Hólm hefur lokið skapgerðarmati í dag og er þeim áfanga lokið :-)
09.05.2010- Sporaþjálfun í spori 2 á vegum Hundalífs í blíðskaparveðri undir styrkri leiðsögn Alberts, þetta var frábær dagur og ég held að ég geti með sanni sagt að menn og hundar fengu mikið út úr deginum. Þakka Alberti fyrir góða kennslu og mönnum og hundum fyrir góða samverustund.22.04.2010- Sýning . Sumardaginn fyrsta var OPIN SÝNING Fjár- og hjarðhundadeildar HRFÍ. Á sýningunni var ekki gefin gæðadómur, en raðað var í sæti. Ágóði sýningarinnar fór í DNA rannsóknir á Border Collie
Dómari var Guðrún R. Guðjohnsen, heiðursfélagi og fyrrverandi formaður HRFÍ.
Kolgríma Blaze Hólm (Blaze) 2 besta tík.
Kolgrima Brilliant Hólm (Felice) 3 besta tík.
Welincha´s Yasko 2 besti rakkinn.
Nýi drengurinn okkar fór með og tókum við létta æfingu á þetta, hann gerði sér lítið fyrir og skellti sér í annað sætið um besta rakkann . Það er aðeins vika síðan hann kom í okkar hendur úr einangrun og getum við ekki annað en verið mjög ánægð og stolt af honum!
Takk fyrir skemmtilegan dag .
Welincha´s Yasko 2 besti rakkinn á sinni fyrstu sýningu á Íslandi
15.04.2010- Nú er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn hann Yasko kominn heim. Hann er hreint út sagt yndislegur, kátur og skapgóður með eindæmum og ekki skemma litirnir fyrir. Yasko er velkominn viðbót við ræktun okkar og erum við þess fullviss að hann muni gefa gott af sér.
11.04.2010- Nýjar myndir komnar inn kíkið á mynda tengilinn.
08.04.2010- Í dag fékk Kolgríma Brilliant Hólm (Felice) niðurstöður úr myndatöku og er frí í mjöðmum (HD-A) og olnbogum (AD-A). Með þessu er 100% árangur hjá öllum afkvæmum Rambó sem hafa farið í myndatöku. Við gleðjumst mikið yfir þessum frábæru fréttum sem undirstrikar að við séum á réttri leið með ræktun okkar.
22.03.2010- Kolgrímu Alpha Hólm (Gríma) hefur verið í þjálfun sem leitar- og björgunarhundur frá því að hún var nokkurra mánaða gömul. Þjálfunin hefur gengið vel og Gríma er komin langt í þjálfun miðað við aldur. Hún er sjálfstæð, óhrædd og hefur mikinn vinnuvilja. Þá er Gríma einstaklega elsk að börnum og sérfræðingur í að umgangast aðra hunda
Síðasta áfangi Grímu var að ná A prófi eða gulli í snjóflóðaleit 17. mars 2010. Áður var hún komin með B próf (silfur), bæði í sporaleit og víðavangsleit. Stefnt er að því að ná A prófi í víðavangsleit og ef allt gengur áfallalaust ætti þeim áfanga að vera náð í haust. Gríma er búin að vera á útkallslista sem björgunarhundur hjá Björgunarhundasveit Íslands og Landsbjörgu frá því að hún náði B prófi í snjóflóðaleit síðastliðinn vetur og B prófi í víðavangsleit síðastliðið haust. Við óskum Emil og Grímu innilega til hamingju með frábæran árangur.
16.03.2010-Hvolpar úr C goti eru orðnir 1 árs og eru frískir og fjörugir, Við óskum eigendum þeirra innilega til hamingju.
11.03.2010-Fyrirhuguð got á árinu fylgist með fréttum.
28.02.2010-Sýning HRFÍ –
Kolgrímu Blade Hólm (Fowler) Exelent, BESTI rakkinn, meistarastig , CACIB og besti hundur tegundar 2.
Kolgrímu Catch The Sun (Sunny) Excellent.
Ebafarmen´s. X-wife (XE) Very Good
Kolgrímu Blaze Hólm (Blaze) Very Good.
Kolgrímu Blake Hólm (Ronja) Excellent.
Kolgrímu Alpha Hólm (Gríma) Excellent, meistaraefni og 5 besta tík.
Kolgrima Brilliant Hólm (Felice) Excellent, meistaraefni og 4 besta tík.
Kolgrímuræktun fékk heiðursverðlaun fyrir ræktunarhóp og afkvæmahóp ! Kolgrímuræktun gerði sér lítið fyrir og var með besta ræktunarhóp og besta afkvæmahóp í Schafer. Enduðum sem 3 besti afkvæmahópur dagsins ( allar tegundir sunnudagur ). Frábær helgi að baki Kolgrímu Blade Hólm (Fowler) besti hundur tegundar 2, með sitt annað meistara stig og CACIB í samkeppni góðra hunda aðeins nýorðin tveggja ára. Mikill heiður fyrir mig sem ræktanda með besta afkvæma og ræktunarhóp í Schafer. Bestu þakkir til allra sem veittu mér ómetanlega aðstoð þessa helgi, þið eruð bara frábær.
09.02.2010-Síðustu helgi fórum við Blaze á frábært helgarnámskeið á vegum Þórhildar hjá Hundalíf, leiðbeinandi var Tune Olsen frá Noregi. Þetta var mjög skemmtilegt námskeið í góðri aðstöðu uppi í dal hjá Gunnar Dungal. Þökkum hundum og mönnum fyrir æðislega helgi.
09.02.2010-Kolgrímu ræktun kynnir með stolti nýjan rakka sem kemur til landsins von bráðar. Hann heitir Welincha´s Yasko og er fæddur 14/10 2008. Við hlökkum mikið til að fá drenginn í okkar hendur og líka sjá hvað hann mun gera fyrir okkar ræktun. Hann hefur verið sýndur í Noregi með góðum árangri og nú síðast fékk hann 1 einkunn og meistaraefni ( CK ).
Hann er HD og AD frí.
30.01.10-Fjölskyldan hefur nú stækkað þar sem Kolgrima Brilliant Hólm (Felice) er kominn til okkar, hún er bara frábær og það gengur mjög vel að þjálfa hana í spori, einnig tekur hún allri leiðsögn mjög vel.
15.01.10- Gleðilegt ár kæru vinir, við getum ekki annað en reynt að líta jákvæðum augum á komandi ár. Við höfum stefnt að í nokkurn tíma að flytja inn nýjan hund og loksins teljum við okkur að hafa fundið rakka sem hefur það sem við erum að leita eftir falleg bygging og með einstaklega góða skapgerð, til stendur að flytja hann inn á þessu ári og stækka þar með ræktunina. það verður spennandi að sjá hvernig til tekst.
28.11.09- Var haldið sporapróf á vegum HRFÍ, alls voru 9 hundar skráðir til leiks í SPOR 1 og 3 hundar í SPOR 2. Í SPORI 1 luku 7 hundar prófi og var Blaze mín í öðru sæti og að sjálfsögðu er ég ákaflega stolt af henni.
100 stig Goði og Gunnar
92 stig Blaze og Sirrý
84 stig Braga og Sigga
80 stig Aragon og Kristjana
78 stig Ronja og Ingibjörg
78 stig Ugla og Dagbjört
0 stig Embla og Brynhildur
0 stig Jasper og Súsana
0 stig Queen og Anna Francesca
Í SPOR 2 náði Kolgrímu Bond Hólm (Erró) og Friðrik öðru sæti með 85 stig. Frábær árangur hjá þeim félögum og virkilega gaman að horfa á þá. Innilega til hamingu. Einnig í SPORI 2 þá voru Pippý og Þórhildur í fyrsta sæti með 96 stig.
21.11.09- Hlýðni brons (próf) var haldið í reiðhöll Didda Bárðar í dag. Alls voru 6 hundar skráðir til leiks en 4 luku prófi. Þetta var sannkallaður dagur fyrir schafer hunda og eigendur þeirra þar sem þeir voru í 3 efstu sætunum
Nr 1 Var Blaze með 172 stig undir stjórn Sirrýjar Höllu
Nr 2 Var Aragon með 156,5 stig undir stjórn Kristjönu
Nr 3 Var Úri með 149,5 stig undir stjórn Örnu
Stigagjöf Blaze
10,0 Skoða Tennur
8,5 Hælganga í taum
9,0 Hælganga án taums
10,0 Liggja úr kyrrstöðu
9,5 Innkall úr sitjandi stöðu
10,0 Standa á göngu
10,0 Liggja kyrr í 2 mínútur
9,5 Í heildarmat
Ég er ekkert smá stolt af henni Blaze minni enda frábær árangur hjá okkur og ekki ónýtt að vera með hæst dæmda schafer í hlýðni brons á þessu ári. Þökkum bæði mönnum og hundum fyrir frábæran dag
11.11.09- Í dag fékk Kolgríma Blake Hólm (Ronja) niðurstöður úr myndatöku og er frí í mjöðmum (HD-A) og olnbogum (AD-A). Við óskum Ingibjörgu eigandanum innilega til hamingju með Ronju ræningjadóttur.
02.11.09- Við vorum að ljúka við æðislega æfingahelgi í Ölfushöllinni ásamt 20 öðrum hundaeigendum með Þórhildi úr hundaskólanum Hundalíf í broddi fylkingar. Þakka frábærar samverustundir.
21.10.09- Fengum frábærar fréttir í dag að Kolgrímu Blade Hólm (Fowler) er frír í mjöðmum (HD-A) og óskum við Gísla innilega til hamingju.
15.10.09- Fallega tíkin mín, Cayria E-Gypsy úti í Noregi varð Norskur meistari í dag.
03.10.09- Sýning HRFÍ. X-wife excellent og CK, Kolgrímu Blaze Hólm excellent og CK, Kolgrímu Blake Hólm Excellent, Kolgrímu Alpha Hólm very good. Kolgrímuræktun var með besta ræktunarhóp í schafer og annan besta ræktunarhóp dagsins. Get ekki annað en verið rosalega stolt af flottum hópi hunda frá mér. Bestu þakkir til allra sem styðja við bakið á mér sérstaklega til Elínar Rósu og Guðrúnu fyrir frábæra handleiðslu á hundunum. Á þessari sýningu varð Ice Tintra Bravo 2 besti hvolpur sýningar í eldri flokk.
23.08.09- Afmælissýning HRFÍ. Ebafarmen´s x-wife excellent og meistaraefni, Kolgrímu Blaze Hólm (Blaze) excellent og meistaraefni, Kolgrímu Blake Hólm (Ronja) excellent, Kolgrímu Bliss Hólm very good, Kolgrímu Alfa Hólm (Gríma) excellent, Kolgrímu Boss-Garpur Hólm (Boss) very good, Kolgrímu Blade Hólm (Fowler) very good. Kolgrímu Catch The Sun var besta tík í hvolpaflokki og heiðursverðlaun. Kolgrímu Catch This Hólm besti hvolpur tegundar og heiðursverðlaun.
Við fengum frábæra umsögn á alla hundana okkar báða dagana, frábært skap, sterk bein, og falleg höfuð.
það er ómetanlegt að geta sýnt svona marga hunda og sýndi Kolgrímu-ræktun flesta hundana, af 31 sýnendum voru alls 10 Kolgrímuhundar.
Eins og alltaf er ég afskaplega stolt af hundunum mínum og eigendum þeirra. Ég vil þakka þeim fyrir frábæran stuðning, ásamt öllum þeim sem réttu hjálparhönd. :-)
22.08.09- Afmælissýning HRFÍ. Ebafarmen´s x-wife very good, Kolgrímu Blaze Hólm (Blaze) excellent, Kolgrímu Blake Hólm (Ronja) very good, Kolgrímu Bliss Hólm very good, Kolgrímu Alfa Hólm (Gríma) excellent, Kolgrímu Boss-Garpur Hólm (Boss) very good, Kolgrímu Blade Hólm (Fowler) very good. Kolgrímu Catch The Sun var besta tík í hvolpaflokki og heiðursverðlaun.
05.08.09-Frábært Ferðalag. Dagana 22-28 júlí lögðum ég og Kristjana land undir fót að heimsækja ræktendur mína og hunda í Noregi. Ferðinni var heitið á Swensk-winner 2009. Áttum við eftir að upplifa frábært ferðalag, þar á meðal að sjá tíkina mína sem ég á úti fara upp á verðlaunapall. Til leiks voru skráðir yfir 600 hundar, eingöngu Þýskir fjárhundar. Tíkin mín, Cayira Gipsy endaði sem 2 besta tíkin og Swensk-winner á eftir Gildewangen´s Pluzz. Þetta var ekkert smá góður árangur enda fjöldi hunda mikill í hverjum flokki. Helgin var frábær með góðu fólki og ekki var leiðinlegt að geta stigið inn í hringinn og sýnt í hvolpaflokki sem var mikil upplifun. Nú hefjast innflutnings pælingar og plön fyrir komandi framtíð. Myndirnar tala sínu máli.
16.07.09- Hvolparnir úr "C" gotinu hjá okkur standa sig afar vel í skólanum hjá Þórhildi í Hundalíf. Nú fer að styttast í för til Noregs en hún verður farin 22 júlí næstkomandi til að heimsækja tíkurnar sem við eigum þar og að sjálfsögðu verður farið á hundasýningu en hún verður í Svíðþjóð.
28.06.09-Hundasýning HRFÍ þar sem Kolgrímu Blaze (Blaze) Hólm fékk 1 einkunn og kolgrímu Blade Hólm(fowler) 1 einkunn, meistaraefni og 3 besti rakkinn. Frábær árangur hjá 18 mánaða gömlum hundi á eftir tveimur meisturum og óskum við Gísla eiganda Fowlers innilega til hamingu. Til gamans má geta að Ice Tintra Baron varð 2. besti hvolpur sýningar í yngri flokki en hann er sonur Rambó okkar.
22.05.09-Loksins kom út úr mjaðma- og olnbogamyndatökunni hjá Kolgrímu Blaze Hólm og er hún FREE, aldeilis frábærar fréttir.
15.05.09-Nú er komið að því að afhenta hvolpana og verður nokkur eftirsjá í þeim. Við óskum eigendum innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn.
11.05.09-Loksins er komin nöfn á hvolpana í C gotinu þeir heita Kolgríma Catch the sun Hólm, Kolgrima Catch the spirit Hólm, Kolgríma Catch me Hólm og Kolríma Catch this Hólm. Nýju eigendurnir bíða spennt eftir á fá þá sem verður í lok þessarar viku.
24.04.09-Var bronspróf á vegum HRFÍ og mættu 5 hundar til leiks. Gaman að segja frá því að 2 hundar frá Kolgrímu voru í tveimur efstu sætunum, Fowler (Kolgrímu Blade Hólm) undir stjórn Gísla var í 1 sæti, Blaze (Kolgrímu Blaze Hólm) undir stjórn Sirrýjar Höllu í 2 sæti og í 3 sæti var schnauser að nafni Nathan undir stjórn Röggu Gísla. Gaman að vita hvað eigendur hunda frá Kolgrímu eru athafnasamir við að þjálfa hundana sína og ná góðum árangri í þeim prófum sem tekin eru. Innilega til hamingju.
14.04.09-Yfir páskahátíðarnar fóru eigendur kolgrímuhunda Emil með Grímu (Kolgrímu Alpha Hólm) , Gísli með Fowler (Kolgrímu Blade Hólm), Ingibjörg með Ronju (Kolgrímu Blake Hólm), Diddi með Aþenu (Kolgrímu Bliss Hólm) og Sirrý með Blaze (Kolgrímu Blaze Hólm) ásamt Kristjönu með Aragon (Icetindra) í spora þjálfun með Emil og Grímu í fararbroddi. Allir hundarnir stóðu sig frábærlega vel og ekki var leiðinlegt að sjá Grímu vinna, ótrúlegur árangur með ekki lengri þjálfun. Við viljum þakka fyrir veitta aðstoð og frábæra daga
08.04.09-Fór Gríma (Kolgríma Alpha Hólm) í B próf í snjóflóðaleit og náði í glæsilegum árangri. Hún er kominn á útkallslista hjá björgunarsveitinni í vetrarleit. Við óskum eigendum hennar innilega til hamingju með árangurinn. Niðurstaða er kominn í olnbogamyndatöku og er Gíma free þar ásamt að vera með A mjaðmir. Enn og aftur til hamingju með drottninguna.
01.04.09-Fór Erró (Kolgrímu Bond Hólm) í C próf í snjóflóðaleit og náði því með glæsilegum árangri. Frábært hjá ekki eldri hundi en þetta. Við sendum hamingjuóskir til eigenda Errós.
18.03.09-Aðfaranótt mánudagsins 16 mars fæddust 4 glæsilegir hvolpar, 2 tíkur og 2 rakkar. Móður og hvolpum heilsast mjög vel. litir á hálsböndum hvolpana eru í hvaða röð þau fæddust gulur fæddist fyrst og svo kom rauður, grænn og blár. Tíkurnar eru með gult og blátt og rakkarnir eru með rautt og grænt. Myndir komnar undir linkinn hvolpar.
11.03.09-Nú styttist óðum í schafer got hjá okkur og hver veit nema þeir komi í heiminn nú um helgina.
28.02.09-Hundasýning HRFI, mjög góð helgi hjá okkur þar sem Kolgríma Blake Hólm (Ronja) var besta tík í ungliðaflokki og Kolgríma Blaze Hólm var önnur besta tík. Kolgríma Blade Hólm (Fowler) annar besti rakkinn og meistaraefni. Kolgríma Alpha Hólm (Gríma) var valin önnur besta tík í unghundaflokki einnig fékk hún meistaraefni Frábær árangur hjá ekki eldri hundum og viljum við óska eigendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn. Við viljum þakka kærlega fyrir veittan stuðning og alla hjálpina sem er ómetanleg.
12.02.09-Við erum mjög spennt yfir væntanlegu goti hjá okkur , Ebafarmen´s X-Wife (XE) og INTCH ISCH NUCH Rambo av Thorarinn eiga von á hvolpum um miðjan mars. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband.
12.01.09-Gríma (Kolgríma Alpha Hólm) var mynduð og það kom í ljós að hún er með A mjaðmir. Við óskum eigendum hennar innilega til hamingju.
02.11.08- í dag fór Bond Hólm (Erró) í sporapróf og varð númer 2 með heil 90 stig, ekki ónýtt það fyrir 10 mánaða gamlan hvolp. Við óskum eigendum hans innilega til hamingju með frábæran árangur.
28.10.08- Gönguferð sem gleymist seint. Í dag fór ég ásamt hundunum mínum og fríðu föruneyti í göngutúr upp í Heiðmörk, sem reyndist svo á endanum ógleymanleg lífsreynsla. Hún Blaze mín varð fyrir því leiðinlega óhappi að falla ofan í gjótu , sem er 10 metra á dýpt. Við vorum á alfara leið og er þetta því rosalega hættuleg slysagildra, bæði fyrir menn og dýr. Betur fór en á horfðist með hjálp björgunarsveitamanna sem sigu niður í gjótuna til að ná í hana Blaze. Henni varð sem betur fer ekki meint af , tók þessu öllu með stakri ró annað en mætti segja um eiganda hennar. Ólöf dýralæknir skoðaði svo dömuna til að tryggja að allt væri eðlilegt. Bestu þakkir til vina minna , björgunarsveitarinnar og lögreglunnar. Blaze á svo sannarlega eftir að styrkja björgunarsveitirnar í komandi framtíð
Myndir inn í albúmi .
18.10.08-Gríma á uppleið, kominn með C próf í sumar og vetrarleit hjá björgunarhundasveitinni. Gríma tók C próf í sporaleit fyrir hádegi í morgun og fór síðan beint í B próf eftir hádegi í sporaleit og náði því með glæsibrag. Enn á ný frábær árangur og allir hamingjusamir.
27.09.08- Sýning . Kolgrímu Blaze Hólm BESTA tík 2 sætið og heiðursverðlaun. Kolgrímu Blake Hólm( Ronja ) BESTA tík , heiðursverðlaun og BESTI hvolpur tegundar 1 sætið . Ronja komst í 6 hvolpa úrslit í besti hvolpur sýningar
Kolgrímur Blade Holm ( Fowler) BESTI rakkinn , heiðursverðlaun og BESTI hvolpur tegundar 2 sætið .
Sömu helgi fengum við þá frábæru staðfestingu að INTCH ISCH NUCH Rambo av Thorarinn er búin að fá ALÞJÓÐLEGA MEISTARA titilinn sinn staðfestan !
Takk allir fyrir góða helgi og mikinn stuðning
21-09-2008- Gríma (Kolgríma Alpha Hólm) lauk í dag C prófi í sumarleit með góðum árangri, geinilega framtíðar leitarhundur hér á ferð. Við óskum eigendum hennar innilega til hamingju
19-09-2008- Planað got hjá kolgrímu ræktun snemma árs 2009, frekari fréttir síðar.
19-09-2008- Nýjar myndir af A hvolpunum okkar 17 mánaða.
23-07-2008- Cayiras E-Gypsy, Fallega tíkin okkar í Noregi gaut 8 heilbrigðum og fallegum hvolpum. Krossum puttana að þeir munu þroskast vel. Stoltur faðir er Ebarfarmens Grizzly.
27-28.06.2008- HRFI Hundasýning. Kolgríma Blaze Holm besta tík, hvolpur 4-6 mán, heiðursverðlaun og besti hvolpur tegundir 2 sætið. Kolgrímu Blade Holm besti rakki, hvolpur-4-6 mán, heiðursverðlaun, besti hvolpur tegundar 1 sætið og BESTI hvolpur sýningar. Glæsilegur árangur hjá Kolgrímu hvolpum og erum við afar stolt.
25.05.2008- Loksins komnar myndir af hvolpunum sem teknar voru þegar þeir voru 8 vikna gamlir , ekkert smá flottur hópur á ferðinni
20.03.2008- Frábær árangur hjá eiganda og hundi ! Kolgrímu Alpha Hólm ( Gríma ) er komin með C gráðu í snjóflóðaleit ( 13/3 2008) ekki orðin 1 árs , þetta er frábær árangur , óskum henni og eigendum hennar til hamingju !
20.03.2008- A-got 1 árs 19/ 3 - Til hamingju allir .
20.03.2008- Allir hvolparnir úr B-gotinu okkar eru farnir á ný heimili , óskum við þeim öllum góðs gengis í framtíðinni .
Takk allir fyrir skemmtilegan hvolpa hitting á dögunum.
Nýjar myndir væntanlegar á síðuna.
20.03.2008- HRFI sýning mars . Ebafarmen´s X-Wife 1.einkunn, meistaraefni og 3 besta tíkin.
ISCH NUCH Rambo av Thorarinn verðugur meistari og 4 besti rakkinn.
Kolgrímu Alpha Hólm ( Gríma ) 1 einkunn og besti ungliðinn.
10.02.08- Hvolpar - Nýjar myndir af hvolpunum!
28.01.08- Hvolpar - Nýjar myndir af hvolpunum , 22 daga gamlir. Allir eru hressir og kátir , borða og drekka vel :)
29.12.07- Hvolpar fæddir hjá Kolgrímu ræktun :) Í dag fæddust 7 fallegir og heilbrygðir hvolpar hjá okkur, 4 tíkur og 3 rakkar .
Eigum enn eftir nokkra ólofaða hvolpa , eingöngu góð framtíðarheimili koma til greina , allar frekari upplýsingar gefur Sirrý.
Myndir undir hvolpar.
21.12.07- Von er á hvolpum hjá Kolgrímu ræktun í byrjun Janúar 2008 :) Áhugasamir geta haft samband við Sirry Höllu í síma : 897-0702.
23.10.07- Planað got hjá Kolgrímu ræktun , áhugasamir geta haft samband við Sirrý Höllu í S: 897-0702.
06.10.07- HRFÍ sýning okt. Kolgrímu hvolpar stíga sín fyrstu skref í hringnum.
Kolgrímu Alpha Hólm ( Gríma ) Besti hvolpur tegundar 1. sætið ( 6-9 mánaða ) og heiðursverðlaun.
Óskum eigendum hennar til hamingju :)
Ebafarmen´s X-Wife 1.einkunn og 3. besta tíkin.